Would you like country/region specific information?
- Argentina
- Australia
- Austria
- Belgium
- Brazil
- Bulgaria
- Canada - English
- Canada - French
- China
- Colombia
- Croatia
- Czech Republic
- Denmark
- Estonia
- Finland
- France
- Germany
- Greece
- Hong Kong, China
- Hungary
- Iceland
- India
- Indonesia
- Israel
- Italy
- Japan
- Kazakhstan
- Korea
- Kyrgyzstan
- Latvia
- Lithuania
- Malaysia
- Mexico
- Netherlands
- Norway
- Poland
- Portugal
- Romania
- Russia
- Saudi Arabia
- Serbia
- Singapore
- Slovakia
- Slovenia
- South Africa
- Spain
- Sweden
- Switzerland
- Taiwan, China
- Thailand
- Turkey
- UAE
- UK
- Ukraine
- US
YFIRLÝSING UM PERSÓNUVERND
Síðast uppfært: 1. nóvember 2021
Yfirlit
Mars er stolt af því að hafa verið fjölskyldufyrirtæki í yfir 100 ár. Það veitir okkur frelsi til að hugsa í kynslóðum, ekki ársfjórðungum og vegna þess getum við gert langtímafjárfestingar í rekstrinum, mannauðnum, viðskiptavinunum og jörðinni — alltaf með langtíma grundvallarstefnu okkar að leiðarljósi. Við trúum því að gjörðir okkar í dag móti morgundaginn eins og við viljum hafa hann.
Meginreglur okkar um vernd persónuupplýsinga:
- Við berum virðingu fyrir þeim persónuupplýsingum sem okkur er treyst fyrir.
- Markmið okkar er að meðhöndlun persónuupplýsinga einkennist af gagnsæi og ábyrgð. Persónuupplýsingar í okkar vörslu eru meðhöndlaðar í samræmi við fimm grundvallarreglur okkar og gildandi lög.
- Við virðum friðhelgisrétt neytenda okkar, viðskiptavina og umsækjenda.
- Við skuldbindum okkur til að endurbæta stöðugt verklag okkar varðandi persónuvernd og öryggi.
Í yfirlýsingu okkar um persónuvernd eru upplýsingar um hvernig við söfnum, notum og deilum persónuupplýsingum hjá Mars, Incorporated og tengdum fyrirtækjum. Þar með teljast dótturfyrirtæki og samstarfsaðilar (sameiginlega „Mars," „við," „okkur" eða „okkar,") í gegnum síður okkar, smáforrit eða aðrar síður þar sem þessi yfirlýsing um persónuvernd er birt (sameiginlega „síðurnar"). Þessi persónuverndaryfirlýsing gildir einnig um upplýsingar sem við söfnum frá þér í eigin persónu, á einhverjum sölustaða okkar, greiningarstöðum, myndastöðum og/eða dýraspítölum (einnig „á síðunum") og þegar þú sækir um starf hjá Mars.
Hafðu samband við okkur
Við erum staðráðin í að vinna með þér til að svara tafarlaust öllum spurningum eða áhyggjum sem þú gætir haft.
Ef þú hefur almenna spurningu, vilt hafa samband við alþjóðlegt persónuverndarteymi og/eða persónuverndafulltrúa Mars, vinsamlegast smelltu hér. Ef þú ert með beiðni varðandi upplýsingarnar þínar og vilt nýta réttindi þín samkvæmt gildandi lögum, vinsamlegast smelltu hér. Ef þú ert íbúi í Kaliforníu og vilt nýta rétt þinn til að biðja um að við seljum ekki persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast smelltu hér. Þú getur einnig komið á framfæri fyrirspurn með því að hringja í 1-844-316-5985 eða með því að hafa samband við þann aðila hjá Mars sem þú hefur verið í samskiptum við, þ.m.t.:
- Banfield-dýraspítalinn: með því að smella hér eða með því að hringja í 888-899-7071
- BluePearl sérgreina- og neyðardýraspítali: með því að smella hér eða með því að hringja í 855-900-8444
- VCA-dýraspítalar: með því að smella hér eða með því að hringja í 1-844-276-5786 .
Til að prenta þessa persónuverndaryfirlýsingu, vinsamlegast smelltu hér.
Um hvað gildir þessi persónuverndaryfirlýsing?
Þessi yfirlýsing um persónuvernd gildir um persónuupplýsingar sem Mars, Incorporated og önnur tengd fyrirtæki safna eða vinna. Yfirlýsingin um persónuvernd á við ef við söfnum persónuupplýsingum frá þér í eigin persónu, gegnum heimasíður, smáforrit, tölvupóst, dýraspítala, samfélagsmiðla og á svæðum þar sem þessi yfirlýsing um persónuvernd er birt („síðurnar"). Persónuupplýsingar þínar eru upplýsingar eða samsetning upplýsinga sem gætu með beinum eða óbeinum hætti verið notaðar til að auðkenna þig („persónuupplýsingar"). Þar með eru talin persónuauðkenni eins og nafn, kennitala, upplýsingar um staðsetningu, auðkenni á netinu eða líkamleg, sálræn, erfðafræðileg, andleg, fjárhagsleg, menningarleg eða félagsleg auðkenni. Vinsamlegast athugaðu að skilgreining á persónuupplýsingum getur verið ólík eftir svæðum. Ef við söfnum upplýsingum sem flokkast sem persónuupplýsingar á þínu svæði, meðhöndlum við þær í samræmi við þessa yfirlýsingu um persónuvernd og lög sem gilda á svæðinu.
Vinsamlegast lestu þessa yfirlýsingu um persónuvernd vandlega þannig að þú skiljir stefnu okkar og meðferð á persónuupplýsingum. Þessi yfirlýsing um persónuvernd gæti tekið breytingum öðru hvoru. Við upplýsum þig um efnislegar breytingar með því að birta tilkynningu á heimasíðu okkar í hæfilega langan tíma ásamt því að breyta dagsetningu á síðustu uppfærslu. Vinsamlegast fylgstu með uppfærslum.
Við fylgjum persónuverndarlögum ríkja og landa og erum í samstarfi við yfirvöld á sviði persónuverndar.
Ef þú ert í lögsagnarumdæmi þar sem hugtakið „ábyrgðaraðili" eða sambærilegt er viðurkennt, er ábyrgðaraðilinn:
Mars, Incorporated
c/o: Yfirmaður persónuverndar og persónuverndarfulltrúi
Dundee Road
Slough, Berkshire SL1 4LG
Tengiliður: [email protected] eða [email protected]
Hvers konar persónuupplýsingum söfnum við og vinnum úr?
Við kunnum að safna eða vinna úr margs konar persónuupplýsingum. Undir neðangreindum flokkum persónuupplýsinga fylgja upplýsingar um uppruna þeirra, tilgang og miðlun.
- Auðkenni. Við fáum auðkenni beint frá þér eða þriðja aðila eins og upplýsingamiðlara eða af samfélagsmiðlum. Auðkenni geta verið nafn þitt eða samskiptaupplýsingar. Við notum þær til að útvega og bæta búnað, vörur og þjónustu sem þú óskar eftir; fyrir skráningu, samkeppnir og kynningar; til að hafa samband við þig og veita þér upplýsingar, til að senda þér persónumiðað efni, upplýsingar, bæklinga, afsláttarmiða, sýnishorn, tilboð og aðrar upplýsingar um vörur okkar eða tengdra fyrirtækja; þegar við gegnum samningsbundnum skyldum við þig; til úrvinnslu persónuupplýsinga sem eru nauðsynlegar fyrir mat og samþykki á viðskiptavinum eða söluaðilum, til að unnt sé að senda viðeigandi auglýsingaefni og/eða rannsóknir. Þeim er deilt í viðskiptalegum tilgangi innan fyrirtækja Mars-fjölskyldunnar og með þjónustuaðilum.
- Persónuupplýsingar í viðskiptamannaskrám. Þessar upplýsingar fáum við beint frá þér. Við notum þær til að útvega eða bæta búnað, vörur og þjónustu sem þú óskar eftir; til að útvega þér persónumiðað efni, upplýsingar og til að senda þér bæklinga, afsláttarmiða, sýnishorn, tilboð og aðrar upplýsingar um vörur okkar eða tengdra fyrirtækja; þegar við gegnum samningsbundnum skyldum við þig og/eða við vinnslu persónuupplýsinga sem er nauðsynleg fyrir mat og samþykki á viðskiptavinum eða söluaðilum. Þeim er deilt í viðskiptalegum tilgangi innan fyrirtækja Mars-fjölskyldunnar og með þjónustuaðilum.
- Viðkvæmar persónuupplýsingar, þar á meðal verndaðir flokkunareiginleikar, landfræðileg staðsetning og nákvæmar upplýsingar um staðsetningu. Við fáum upplýsingar um verndaða flokkunareiginleika (e. protected classification characteristics) og nákvæmar landfræðilegar staðsetningar beint frá þér eða frá þriðja aðila, svo sem gagnamiðlara eða samfélagsmiðlum. Við fáum upplýsingar um staðsetningu beint eða óbeint frá þér (til dæmis ef þú leyfir staðsetningaþjónustu) og/eða frá þriðja aðila eins og samfélagsmiðlum. Við notum þær til að veita og bæta eiginleika, vörur og þjónustu sem þú óskar eftir, fyrir skráningu, samkeppnir og kynningar; til að veita þér persónumiðað efni og til að senda þér bæklinga, afsláttarmiða, sýnishorn, tilboð og aðrar upplýsingar um vörur okkar eða tengdra fyrirtækja; þegar við gegnum samningsbundnum skyldum við þig; til úrvinnslu persónuupplýsinga sem eru nauðsynlegar fyrir mat og samþykki á viðskiptavinum eða söluaðilum; og/eða til að unnt sé að senda viðeigandi auglýsingaefni. Þeim er deilt í viðskiptalegum tilgangi innan fyrirtækja Mars-fjölskyldunnar og með þjónustuaðilum.
- Viðskiptaupplýsingar. Við fáum þær beint frá þér þegar þú kaupir vörur og þjónustu á einhverjum sölustaða okkar, þar á meðal á dýraspítölum eða á netinu. Við notum viðskiptaupplýsingar til að útvega og bæta búnað, vörur og þjónustu sem þú óskar eftir; til að útvega þér persónumiðað efni, upplýsingar og til að senda þér bæklinga, afsláttarmiða, sýnishorn, tilboð og aðrar upplýsingar um vörur okkar eða tengdra fyrirtækja og/eða til að senda viðeigandi auglýsingaefni. Þeim er deilt í viðskiptalegum tilgangi innan fyrirtækja Mars-fjölskyldunnar og með þjónustuaðilum.
- Internet eða önnur svipuð netstarfsemi. Við fáum þessar upplýsingar óbeint frá þér (til dæmis með því að fylgjast með aðgerðum þínum á síðum okkar) eða frá þriðja aðila eins og aðilum sem gera greiningar á gögnum. Við notum þessar upplýsingar til að útvega þér persónumiðað efni, upplýsingar og til að senda þér bæklinga, afsláttarmiða, sýnishorn, tilboð og aðrar upplýsingar um vörur okkar eða tengdum fyrirtækjum og/eða til að senda viðeigandi auglýsingaefni. Þeim er deilt í viðskiptalegum tilgangi innan fyrirtækja Mars-fjölskyldunnar og með þjónustuaðilum.
- Fag- eða starfstengdar upplýsingar. Við fáum fag- eða starfstengdar upplýsingar beint frá þér aða frá þriðja aðila (til dæmis í gegnum aðila sem gerir bakgrunnsskoðun). Við notum þessar upplýsingar í tengslum við mannaráðningar og þegar við gegnum samningsbundnum skyldum við þig. Þeim er deilt í viðskiptalegum tilgangi innan fyrirtækja Mars-fjölskyldunnar og með þjónustuaðilum.
- Ályktanir sem eru dregnar frá öðrum persónuupplýsingum. Við fáum þessar upplýsingar óbeint frá þér (til dæmis með því að fylgjast með aðgerðum þínum á síðum okkar) eða frá þriðja aðila eins og greiningarfyrirtækjum. Við notum viðskiptaupplýsingar til að útvega og bæta búnað, vörur og þjónustu sem þú óskar eftir. Til að útvega þér persónumiðað efni og upplýsingar og til að senda þér bæklinga, afsláttarmiða, sýnishorn, tilboð og aðrar upplýsingar um vörur okkar eða tengdra fyrirtækja og/eða til að senda viðeigandi auglýsingaefni. Þeim er deilt í viðskiptalegum tilgangi innan fyrirtækja Mars-fjölskyldunnar og með þjónustuaðilum.
Við gætum safnað upplýsingum frá ýmsum aðilum, þar á meðal tengiliðalistum, lýðfræðilegum upplýsingum sem upphaflega var safnað frá öðrum fyrirtækjum Mars samstæðunnar og persónuupplýsingum sem eru löglega fengnar frá öðrum þriðju aðilum, sem gætu verið sameinaðar öðrum upplýsingum sem við söfnum í þeim tilgangi sem lýst er hér neðar.
Við söfnum eftirtöldum persónuupplýsingum:
- Persónulegar samskiptaupplýsingar. Þar á meðal eru upplýsingar eins og nöfn, heimilisfang, símanúmer eða netföng. Til dæmis, þegar þú veitir samskiptaupplýsingar þínar við skráningu á netinu, þegar þú átt viðskipti við okkur eða þegar þú veitir okkur þjónustu. Á sumum síðum stendur þér til boða að stofna notendanafn og lykilorð til að stofna reikning.
- Upplýsingar um millifærslur þínar til okkar. Til dæmis innkaupasaga þín, upplýsingar um greiðslu- og flutningsmáta ásamt öðrum upplýsingum um notkun þína á vörum okkar eða þjónustu.
- Greiðsluupplýsingar. Þar á meðal upplýsingar um greiðslukort þín, reikningsnúmer heimabanka eða annan greiðslumáta.
- Einstakar upplýsingar um viðskiptavin og viðskipti. Til dæmis notendanafn og aðrar upplýsingar til innskráningar.
- Upplýsingar sem benda til áhuga þíns á starfi. Til dæmis hvað þú kýst umfram annað (e. preferences), starfsreynsla og upplýsingar sem gefnar voru upp í starfsumsókn.
- Lýðfræðilegar upplýsingar. Til dæmis gögn um aldur, kyn, áhugamál eða starfsemi, smekk eða hvað þú kýst umfram annað (e. preferences).
- Viðkvæmar upplýsingar. Til dæmis, þegar þú sækir um starf hjá okkur gætum við safnað ákveðnum upplýsingum þar sem leyfilegt er og/eða þörf er samkvæmt lögum og/eða sem þú velur sjálfviljug/ur að veita.
- Gögn fyrir samning við viðskiptavini eða söluaðila. Í þessu felst mat og samþykki á viðskiptavini eða söluaðila. Við söfnum til dæmis upplýsingum um lánastöðu eða upplýsingum af opinberum vettvangi um viðskiptabann eða válista.
- Upplýsingum sem er safnað af okkar síðum og samfélagsmiðlum. Þar á meðal eru upplýsingar sem við öflum þegar þú ert í samskiptum við okkur. Dæmi um þetta eru ummæli, myndir eða aðrar upplýsingar sem þú birtir í gegnum blogg, spjallrásir eða samfélagsmiðla.
- Upplýsingar um tæki. Til dæmis IP-númer (e. Internet Protcol), greining tækis, stýrikerfi tækis, vafrar, heimasíður sem þú heimsóttir áður eða eftir að þú heimsóttir okkar síðu, síður sem þú skoðaðir og aðgerðir þínar á okkar síðum sem og viðbrögð þín við auglýsingum.
- Þriðju aðilar sem annast þjónustu eða auglýsingastarfsemi fyrir okkur kunna jafnframt að safna upplýsingum sjálfkrafa.
- Aðrar upplýsingar sem við höfum safnað með samþykki þínu.
Upplýsingar sem við söfnum um gæludýrið þitt – til dæmis af hvaða dýrategund og kyni gæludýrið er, hver afmælisdagur þess er eða meðferðarsaga – eru ekki álitnar persónuupplýsingar.
Hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum þínum og hvernig notum við þær?
Við getum notað persónuupplýsingar þínar í margvíslegum löglegum tilgangi, þar á meðal:
- Til að útvega búnað, vörur eða þjónustu sem þú óskar eftir. Við kunnum að nota persónuupplýsingar sem við söfnum til að verða við óskum þínum og gera þér kleift að nota búnað okkar, vörur og þjónustu. Þetta á við um vinnslu á greiðslu fyrir kaup, áskrift eða sölu og er einnig til að verjast sviksamlegum færslum eða bera kennsla á þær.
- Skráning, samkeppnir og kynningar. Við kunnum að nota persónuupplýsingar þínar til að skrá þig í samkeppni ef þú vilt, til að láta þig vita af niðurstöðu og til að skrá þig fyrir ákveðnum búnaði, vörum og þjónustu í samræmi við áhugasvið þitt.
- Til að hafa samband við þig og koma upplýsingum til þín. Við kunnum að nota persónuupplýsingar þínar til að hafa samband við þig, svara spurningum þínum eða ummælum eða til að veita þér nýjar upplýsingar og fréttir. Og, ef þú hefur sýnt áhuga á starfi hjá Mars, til að láta þig vita þegar í boði eru störf sem henta þér.
- Til að útvega þér persónumiðað efni og upplýsingar eða til að senda þér bæklinga, afsláttarmiða, sýnishorn, tilboð og aðrar upplýsingar um vörur okkar eða tengdra fyrirtækja. Þar sem farið er fram á það í lögum, biðjum við þá sem heimsækja okkur og gefa upp netfang sitt, að láta okkur vita hvort þeir vilja fá frekari upplýsingar eða fréttir frá okkur, til dæmis upplýsingar um vörur og þjónustu frá okkur eða tengdum fyrirtækjum. Við bjóðum þeim sem heimsækja okkur möguleika á að afskrá sig ef þeir vilja ekki fá frekari upplýsingar frá okkur. Í einhverjum tilvikum kunnum við að biðja um samþykki þitt (e. opt-in) áður en við höfum samband við þig með tilteknum hætti eða áður en tiltekin þjónusta verður aðgengileg.
- Þegar við gegnum samningsbundnum skyldum við þig. Við kunnum að nota persónuupplýsingar þínar eftir þörfum þegar þú annast þjónustu fyrir okkur eða sækir um starf hjá okkur. Ef þú notar vörur okkar eða nýtir þjónustu okkar, notum við persónuupplýsingar þínar til að gegna samningsbundnum skyldum okkar við þig.
- Til að meta og samþykkja viðskiptavini og söluaðila. Í því felst að auðkenna suma viðskiptavini eða söluaðila og kanna greiðslustöðu með því að gera áreiðanleikaúttekt og skima í opinberum gögnum og/eða válistum, öðrum gögnum þriðja aðila, atvikaskrám og viðvörunarkerfum Mars og/eða viðvörunarkerfum þriðja aðila. Við söfnun þessara gagna er hugsanlegt að fyrirtæki sem annast greiðslumat komi við sögu eða annar þriðji aðili.
- Til að senda viðeigandi auglýsingaefni. Við kunnum að kaupa og nota lista yfir netföng einstaklinga, sem hafa samþykkt að vera á slíkum lista, til að hafa samband við mögulega viðskiptavini. Við biðjum þá sem útvega slíka lista að staðfesta að þeir afhendi eingöngu samskiptaupplýsingar þeirra sem vilja fá tilboð og upplýsingar í tölvupósti. Við getum jafnframt notað lýðfræðilegar upplýsingar og upplýsingar um áhugasvið í auglýsingum til að ná til þeirra notenda sem efnið höfðar mest til. Með því móti sjá notendur auglýsingar sem líklegast er að höfði til þeirra. Við virðum beiðnir um afskráningu (e. opt-out). Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um auglýsingaaðferðir okkar, vinsamlegast smelltu hér til að sjá stefnu okkar í áhugasviðstengdum netauglýsingum.
- Til að senda þér önnur tilboð. Stundum sendum við tilboð, afsláttarmiða og upplýsingar, þar með talda vörulista, í tölvupósti. Sem dæmi má nefna að þegar viðskiptavinur pantar úr vörulistaverslun okkar á netinu eða skráir beiðni um rafrænan vörulista, getum við bætt honum á lista til að hann fái vörulistann. Við kunnum einnig að nota lista frá þriðja aðila eða af opinberum vettvangi. Með samþykki þínu, getum við miðlað upplýsingum um nöfn og heimilisföng til annarra fyrirtækja sem kunna að hafa samband við þig og senda þér tilboð í pósti. Þú getur afskráð þig hvenær sem er.
- Til að bæta búnað, vörur og þjónustu sem við bjóðum í gegnum síðurnar. Við kunnum að nota persónuupplýsingar til að bæta vöruframboð Mars-fjölskyldunnar, þjónustu, síður okkar og búnað.
- Til að sameina gögnin þín innan Mars-fjölskyldunnar. Við gætum einnig sameinað persónuupplýsingar sem löglega er safnað af öðrum fyrirtækjum innan Mars-fjölskyldunnar til að skapa eitt yfirlit yfir viðskiptavini okkar, fyrir innanhúss markaðsrannsókn og/eða mæla árangur herferða okkar og byggja á lögmætum hagsmunum okkar. Þetta gerir okkur kleift að skilja hvar viðskiptavinir okkar eru þvert á mismunandi vörumerki okkar og viðskiptadeildum innan Mars-fjölskyldunnar og mun styðja okkur við að bæta vörur okkar og þjónustu.
- Fyrir sjálfvirka ákvarðanatöku í ákveðnum tilvikum. Við kunnum að nota persónuupplýsingar fyrir auglýsingar á netinu og/eða til að gera persónusnið. Hér fyrir neðan er útskýrt hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvernig þær eru notaðar og hvernig þú getur afþakkað alla sjálfvirka ákvarðanatöku.
Á hvaða lagagrunni er okkur heimilt að meðhöndla persónuupplýsingar þínar?
- Til að verja lífsnauðsynlega hagsmuni þína. Við gætum til dæmis unnið úr persónuupplýsingum af heilsufars- eða öryggisástæðum ef þú ert á starfsstöð Mars eða vegna mannaráðninga, samkvæmt nánara samkomulagi við fulltrúa starfsmannsins í sumum lögsagnarumdæmum, og til að verja almannahagsmuni.
- Samkvæmt þínum fyrirmælum og með samþykki þínu.
- Vegna vísindalegra rannsókna.
- Í öðrum löglegum viðskiptalegum tilgangi. Við kunnum einnig að treysta á lögmæta hagsmuni okkar til að bæta viðskipta- og markaðshætti. Þetta felur í sér en er ekki takmarkað við lagalega fylgni, rannsóknir og greiningu, sameiningu gagna, klínískar rannsóknir, mat á greiningu, meðferð á gæludýrum og öðrum tilgangi sem lýst er hér að ofan. Þegar við treystum á lögmæta hagsmuni okkar, munum við framkvæma mat á lögmætum hagsmunum til að tryggja að við íhugum og tökum tillit til mögulegra áhrifa á réttindi þín samkvæmt gildandi persónuverndarlögum áður en við framkvæmum gagnavinnslu. Við munum ekki nota persónuupplýsingar þínar til athafna þar sem hagsmunir okkar víkja fyrir áhrifum vinnslunnar á þig, nema við höfum samþykki þitt eða slíkt sé á annan hátt krafist eða er heimilt samkvæmt lögum.
Hvernig deilum við persónuupplýsingum þínum?
Við gætum deilt persónuupplýsingum þínum eða birt þær í tilgangi sem er í samræmi við persónuverndaryfirlýsingu þessa í eftirfarandi tilvikum.
- Innan Mars og fyrirtækja Mars-fjölskyldunnar. Til dæmis til að sameina persónuupplýsingarnar sem safnað er um þig.
- Með söluaðilum eða umboðsmönnum. Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með fyrirtækjum sem við höfum ráðið til að þjónusta okkur. Þegar við deilum persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem þjónusta okkur, er þeim óheimilt að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi. Þau þurfa að gæta trúnaðar varðandi persónuupplýsingar þínar nema þú samþykkir annað.
- Þar sem persónuupplýsingar þínar geta verið fluttar með öðrum eignum fyrirtækisins. Í slíku tilviki er einnig heimilt að deila persónuupplýsingum í hvaða matsferli sem er, háð þagnarskyldu og kröfum um þagnarskyldu.
- Þar sem við höfum fengið fyrirmæli eða samþykki þitt til að miðla persónuupplýsingum þínum.
- Til að framfylgja lögum eða bregðast við málsmeðferð eða lögmætum fyrirmælum, þar með talið frá löggæslu og opinberum stofnunum.
- Til að rannsaka kvörtun neytanda eða hugsanlegt lögbrot, til að verja heilleika vefsíðunnar, svara beiðni þinni eða vegna samstarfs um hvers kyns lagalega rannsókn.
- Til að verja rétt eða eignir Mars-fjölskyldufyrirtækjanna eða viðskiptavina okkar, þar með talið að framfylgja skilmálum sem gilda um notkun þína á þjónustunni.
- Þegar við teljum, í góðri trú, að aðgangur eða afhending sé nauðsynleg til að vernda heilsu og/eða öryggi samstarfsaðila okkar, viðskiptavina, almennings og gæludýra.
- Til að styðja annan löglegan viðskiptalegan tilgang. Í því felst, en takmarkast ekki við, að framfylgja lögum, efla klínískar rannsóknir, mat á greiningu og meðferð gæludýra.
Vinsamlegast athugaðu að á síðunum kunna að vera hlekkir og ábendingar um vefsíður þriðju aðila sem gætu haft aðra persónuverndarstefnu en við. Ef þú skráir persónuupplýsingar á einhverja þessara vefsíðna, gildir persónuverndarstefna þeirra um upplýsingarnar. Við hvetjum þig til að skoða persónuverndarstefnu allra vefsíðna sem þú heimsækir.
Við kunnum að selja þriðja aðila nafnlaus gögn og við kunnum að deila nafnlausum eða ópersónugreinanlegum upplýsingum í samræmi við það sem fram kemur hér að framan. Við kunnum að sameina nafnlausar eða ópersónugreinanlegar upplýsingar með öðrum nafnlausum eða ópersónugreinanlegum upplýsingum af öðrum uppruna. Við kunnum líka að deila samanteknum og nafnlausum upplýsingum með þriðju aðilum, þar á meðal ráðgjöfum, auglýsendum og fjárfestum til almennrar viðskiptagreiningar. Við getum til dæmis látið auglýsendum í té upplýsingar um fjölda heimsókna á heimasíðu okkar og þann búnað eða þá þjónustu sem nýtur mestra vinsælda.
Starfsumsókn hjá Mars
Þegar þú sækir um starf hjá fyrirtækjum Mars fjölskyldunnar, vinnum við úr persónuupplýsingum þínum eins og lýst er hér, í samræmi við gildandi persónuverndarlög. Mars virðir friðhelgi þína og meðhöndlar persónuupplýsingar þínar sem umsækjanda sem trúnaðarupplýsingar. Við notum og deilum persónuupplýsingum þínum samkvæmt því sem fram kemur í þessari yfirlýsingu um persónuvernd og einnig eins og lýst er hér fyrir neðan, þegar þær tengjast umsókn þinni um starf.
Persónuupplýsingar þínar sem við söfnum um þig sem umsækjanda.
Þegar þú sækir um starf hjá Mars, biðjum við þig um persónuupplýsingar til að meta umsóknina þína. Þú kannt að vilja leggja fram frekari persónuupplýsingar (til dæmis upplýsingar um áhugamál og félagsleg viðhorf). Allar upplýsingar eru gefnar af fúsum og frjálsum vilja og þú ræður hvaða persónuupplýsingar þú lætur í té. Vinsamlegast athugaðu að ef þú kýst að gefa ekki upp umbeðnar persónuupplýsingar, geta möguleikar okkar á að íhuga þig sem starfsmann, verið takmarkaðir.
Við kunnum einnig að fá upplýsingar um þig af opinberum vettvangi eða frá þriðja aðila. Til dæmis til að sannreyna upplýsingar í umsókninni þinni eða láta þriðja aðila gera bakgrunnsskoðun, í samræmi við það sem gildandi lög heimila. Ef þú kýst, geturðu látið okkur í té persónuupplýsingar af síðum þriðja aðila eins og Linkedln ef það á við á þínu markaðssvæði. Ef þú kýst að heimila Mars aðgang að þessum persónuupplýsingum, samþykkir þú að Mars safni, geymi og noti þessar upplýsingar í samræmi við þessa persónuverndaryfirlýsingu.
Hvernig Mars notar persónuupplýsingar þínar í tengslum við starfsumsókn.
Mars notar persónuupplýsingar þínar í umsóknarferlinu, m.a. í eftirfarandi tilgangi.
- Við mannaráðningar, mat og val á umsækjendum um starf
- Almennt, í mannauðsstjórn og stjórnun
- Til að gera ánægjukannanir (til dæmis til að stýra og bæta ferli í mannaráðningum)
- Til að sannreyna meðmæli þín, gera bakgrunnsskoðun og aðrar sambærilegar úttektir
- Í samræmi við lagalegar kröfur og kröfur fyrirtækisins (til dæmis til að fylgjast með fjölbreytileika)
- Til að hafa samband við þig í tengslum við umsókn þína og áhuga á Mars
- Til að benda þér á lausar stöður í framtíðinni, ef þú leyfir þá notkun
Persónusnið og sjálfvirkar ákvarðanatökur
Mars kann einnig að vinna úr persónuupplýsingum þínum til að framkvæma greiningu á gögnum og tölfræði. Til að uppfylla lagalegar kröfur eða vegna lögmætra hagsmuna Mars, kunnum við að greina ráðningar starfsfólks á heimsvísu og vakta fjölbreytileika, með samþykki þínu og þar sem það er heimilt samkvæmt lögum. Þú átt rétt á að ekki verði tekin ákvörðun um þig sem eingöngu byggist á sjálfvirkri ákvarðanatöku, þar með töldu persónusniði, ef sú ákvörðun hefur í för með sér lagaleg áhrif eða hefur varanleg áhrif á þig. Í ráðningarferli Mars er ekki notast við ákvarðanatöku um umsækjendur sem byggir eingöngu á sjálfvirkri ákvarðanatöku.
Með hverjum deilir Mars persónuupplýsingum um þig sem umsækjanda?
Þínum persónuupplýsingum verður deilt meðal Mars félaga í Mars-fjölskyldunni og aðeins með þeim Mars samstarfsaðilum sem virkilega þurfa á því að halda til að sinna verkefnum sínum og skyldum og til þriðja aðila með lögmæta viðskiptaþörf. Þriðju aðilar í tengslum við umsækjendur um starf eru meðal annars ráðningarstofur, ráðgjafar, aðilar sem annast bakgrunnsskoðun og lögmenn. Þessir þjónustuaðilar geta verið ólíkir eftir því hvaða Mars félag ræður þig til starfa og geta breyst með tímanum. Við leitumst alltaf við að tryggja að þriðju aðilar sem meðhöndla persónuupplýsingar geri það í samræmi við þessa persónuverndaryfirlýsingu og í samræmi við viðeigandi lög.
Hvernig samskiptum okkar við þig er háttað
Ef þú vilt ekki lengur að við notum þínar samskiptaupplýsingar til að auglýsa vörur eða þjónustu Mars eða þriðja aðila, vinsamlegast hafðu samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar hér að ofan.
Ef við sendum þér tölvupóst með kynningarefni, getur þú líka sagt upp áskriftinni neðst í tölvupóstinum og þar með afþakkað kynningarefni í tölvupósti í framtíðinni. Í sumum tilvikum kunnum við að óska eftir samþykki þínu áður en við sendum þér kynningarefni í tölvupósti. Ef þú veitir ekki samþykki, færðu ekki tiltekna tölvupósta frá okkur.
Jafnvel þótt þú kjósir að fá ekki tölvupósta með kynningarefni, gætir þú eigi að síður fengið tölvupósta til að einfalda, ganga frá eða staðfesta viðskipti sem þú hefur þegar samþykkt að eiga við okkur. Undir þetta falla tilkynningar um heilsufar gæludýrsins þíns, áminningar um bókaða tíma, frágangur á skráningu, leiðréttingar á skráningarupplýsingum, beiðnir um nýtt lykilorð, staðfestingar á millifærslum, tilkynningar um flutning og önnur mikilvæg samskipti í tengslum við viðskipti þín við okkur.
Við getum hugsanlega einnig boðið þér að fá smá/SMS-skilaboð. Undir ákveðnum kringumstæðum gætum við óskað eftir því að þú samþykkir (e. opt-in) að fá smáskilaboð frá okkur. Þú getur hvenær sem er afþakkað (e. opt-out) tiltekin smáskilaboð frá okkur (önnur en þau sem minna á bókaðan tíma) með því að skrifa STOP sem svar við einhverju af skilaboðunum frá okkur.
Öll þjónusta í tengslum við smáskilaboð er þér að kostnaðarlausu nema annað sé skýrt tekið fram. Gjaldtaka vegna skilaboða, gagnanotkunar og annars kann að eiga við. Þú berð ábyrgð á greiðslu allra gjalda vegna farsíma (notkun, áskrift o.s.frv.) sem þú notar til að nýta vörur okkar eða þjónustu. Vinsamlegast hafðu samband við farsímafyrirtækið þitt og kannaðu verðskrá þess fyrir sendingu og móttöku smáskilaboða.
Börn
Hvað um persónuvernd barna?
Flestar heimasíður okkar eru hannaðar fyrir fullorðna og ætlaðar þeim. Ef einhver af heimasíðum okkar er ætluð ungum notendum, fáum við heimild frá foreldri eða forráðamanni í samræmi við viðeigandi lög á hverjum stað.
Frekari upplýsingar fást með því að lesa markaðssetningarreglur Mars. Ef þú kemst að því að barn hefur, í bága við þessa stefnu, skráð sig fyrir fréttabréfi í tölvupósti eða á annan hátt veitt persónuupplýsingar sínar, vinsamlegast tilkynntu það til okkar með því að nota samskiptaupplýsingarnar efst í þessari stefnu. Ef við verðum vör við að ólögráða barn hefur látið okkur í té persónuupplýsingar án leyfis foreldris eða forráðamanns, eyðum við reikningnum og öllum persónuupplýsingum sem viðkomandi gaf upp, að því marki sem hægt er.
Auglýsingar og vefkökur
Hver er stefna okkar varðandi auglýsingar á netinu, sem tengjast áhugasviði?
Vinsamlegast skoðaðu tilkynningar okkar um auglýsingaval (Ad Choices) og vefkökur (Cookies) til að fá nákvæmar upplýsingar um verklag okkar í tengslum við áhugasviðstengdar auglýsingar á netinu og notkun á vefkökum.
Aðrar nytsamlegar upplýsingar
Hvað annað viltu vita?
Hvar eru upplýsingarnar þínar geymdar og unnar?
Persónuupplýsingar sem við söfnum eða tökum á móti geta verið geymdar og úr þeim unnið í Bandaríkjunum eða hverju því landi þar sem við eða þjónustuaðilar okkar hafa aðsetur.
Netþjónar og gagnagrunnar sem geyma persónuupplýsingar kunna að vera í öðru landi en því sem þú varst í þegar þú fórst inn á síðuna og í landi sem hefur önnur persónuverndarlög en gilda í heimalandi þínu. Persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té geta verið sendar úr landi í samræmi við lögfestar kröfur. Við söfnum, vinnum úr og notum persónuupplýsingar eingöngu í samræmi við þessa yfirlýsingu um persónuvernd.
Hve lengi geymum við persónuupplýsingar þínar?
Við verndum og geymum persónuupplýsingar þínar aðeins á meðan þær þjóna lögmætum viðskiptalegum tilgangi og í samræmi við stefnu okkar um varðveislu gagna.
Hvað um persónuupplýsingar sem eru aðgengilegar opinberlega (eins og á spjallrásum, í netspjalli eða öðrum samskiptavettvangi)?
Við kunnum að bjóða upp á spjallrásir, skilaboða- eða tilkynningasvæði, eða gagnvirkan vettvang þar sem gestir geta birt ummæli eða upplýsingar. Ef um er að ræða spjallrás, skilaboða- eða tilkynningasvæði, samskiptamiðla eða annan samskiptavettvang, skaltu athuga reglur sem þar eru fram settar. Þú ert bundin/n af þeim reglum sem þar koma fram og einnig notendaskilmálum okkar síðu. Í reglum um þátttöku geta komið fram aldurstakmarkanir eða önnur mörk, til dæmis bann við meiðandi ummælum, særandi eða eldfimu umræðuefni. Allt sem þú birtir á netinu telst vera opinberar upplýsingar. Við berum ekki ábyrgð á neinu sem þú birtir á netinu af frjálsum vilja. Notendur ættu að gæta varúðar við að veita persónuupplýsingar á netinu.
Við kunnum að deila eða flytja persónuupplýsingar þínar í hvaða beinu eða óbeinu endurskipulagningarferli sem er, þar með talið, en ekki takmarkað við, samruna, yfirtökur, sölur, gjaldþrot og sölu á öllum eða hluta eigna okkar. Persónuupplýsingum þínum kann að vera deilt eftir að slíkum viðskiptum er lokið og/eða á meðan mat á viðskiptunum stendur yfir (háð kröfum um trúnað). Ef þær eru fluttar verða persónuupplýsingar þínar áfram háðar þessari persónuverndaryfirlýsingu eða stefnu sem, að minnsta kosti, verndar friðhelgi þína í sama mæli og þessi persónuverndaryfirlýsing nema þú samþykkir annað.
Hvernig verndum við persónuupplýsingar þínar?
Við höldum uppi (og krefjumst þess sama af þjónustuaðilum okkar) viðeigandi skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum til að tryggja öryggi á persónuupplýsingum þínum. Ef þú hefur einhverjar spurningar um öryggisráðstafanirnar sem við notum getur þú haft samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem gefnar eru upp efst í þessari persónuverndaryfirlýsingu.
Við mælum með því að þú gerir líka viðeigandi ráðstafanir til að verja persónuupplýsingar þínar. Settu til dæmis upp uppfært vírusvarnarforrit, lokaðu vafra eftir notkun, haltu notkunarnafni og lykilorði fyrir þig, uppfærðu reglulega hugbúnað og smáforrit til að tryggja að þú notir ávallt nýjasta öryggisbúnaðinn.
Alþjóðlegur flutningur persónuupplýsinga
Ef þú ákveður að láta okkur í té persónuupplýsingar, getum við flutt þessar persónuupplýsingar til samstarfsaðila okkar og dótturfyrirtækja eða til þriðja aðila, í samræmi við lög á viðkomandi svæði. Við kunnum einnig að flytja persónuupplýsingar þínar yfir landamæri, úr heimalandi þínu eða lögsagnarumdæmi til landa eða lögsagnarumdæma í samræmi við lögfestar kröfur. Mars styðst einkum við föst samningsákvæði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um gagnaflutning frá Evrópusambandinu, EES-svæðinu, Bretlandi og Sviss til landa utan EES (þar með talið til Bretlands). Varðandi flutning milli annarra lögsagnarumdæma, kann Mars að treysta á annað löglegt fyrirkomulag fyrir alþjóðlegan flutning, í samræmi við viðeigandi lög.
Lög og réttindi sem gætu átt við um þig
Réttindi geta verið breytileg eftir búsetu. Mars svarar öllum fyrirspurnum um réttindi í samræmi við lög og reglur á hverju svæði.
Ef þú vilt leggja fram beiðni sem tengist einhverjum af þeim réttindum sem sett eru fram hér að neðan skaltu hafa samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar hér að ofan.
Þú kannt að eiga rétt á að fá staðfestingu á því hvort unnið er með persónuupplýsingar þínar. Ef svo er, kannt þú að eiga rétt á aðgangi að persónuupplýsingunum og öðrum upplýsingum, eins og um tilgang, flokka persónuupplýsinga, viðtakendur (eða flokka viðtakenda) sem persónuupplýsingum var eða verður deilt með, tiltekna viðtakendur í þriðju löndum eða alþjóðlegar stofnanir, og ef unnt er, upplýsingar um áætlaðan geymslutíma persónuupplýsinganna, en sé það ekki hægt, þá upplýsingar um forsendur við ákvörðun á lengd geymslutímans, sem og um réttindi þín o.s.frv.
Þar sem það er mögulegt og heimilt samkvæmt lögum, munum við útvega afrit af þeim persónuupplýsingum sem við vinnum með. Fyrir önnur afrit kunnum við að innheimta sanngjarnt gjald sem byggist á umsýslukostnaði. Ef þú sendir fyrirspurn á rafrænan hátt verða upplýsingarnar sendar á rafrænu formi, nema óskað sé eftir öðru.
Þú getur átt rétt á að leiðrétta eða fullgera persónuupplýsingar þínar séu þær ónákvæmar eða ófullkomnar.
Réttur til eyðingar (réttur til að gleymast)
Þú kannt að eiga rétt á að persónuupplýsingum þínum sé eytt undir ákveðnum kringumstæðum. Sjá t.d. eftirfarandi dæmi.
- Persónuupplýsingar þínar eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun þeirra eða annarri vinnslu þeirra
- Þú dregur til baka samþykki þitt sem vinnsla grundvallast á og við höfum ekki lengur lagalegan grundvöll fyrir vinnslunni
- Þú andmælir vinnslunni og það eru engir lögmætir hagsmunir vem vega þyngra og réttlæta vinnsluna
- Vinnsla persónuupplýsinganna var ólögmæt
- Persónuupplýsingunum þarf að eyða til að uppfylla lagaskyldu okkar
Réttur þessi gildir ekki að því marki sem vinnsla gagnanna er nauðsynleg í neðangreindum tilgangi.
- Til að neyta réttarins til tjáningar- og upplýsingafrelsis
- Til að við getum uppfyllt lagaskyldu sem felur í sér nauðsyn þess að úr persónuupplýsingunum sé unnið
- Vegna verkefnis sem er unnið í þágu almannahagsmuna
- Vegna almannahagsmuna á sviði almannaheilbrigðis
- Vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna, rannsókna á sviði vísinda eða sagnfræði eða í tölfræðilegum tilgangi
- Til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur
Réttur til að takmarka vinnslu
Þú kannt að eiga rétt á að vinnsla sé takmörkuð af neðangreindum ástæðum.
- Þú véfengir að persónuupplýsingar þínar séu réttar. Takmarkanir eiga þá við um það tímabil sem nægir okkur til að sannreyna hvort þær séu réttar
- Vinnslan er ólögmæt, þú andmælir því að persónuupplýsingunum sé eytt og ferð fram á takmarkaða notkun þeirra í staðinn
- Við þurfum ekki lengur á persónuupplýsingunum að halda fyrir vinnsluna en þú þarfnast þeirra til þess að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur
- Þú nýttir andmælarétt þinn til að andmæla vinnslunni en vinnslan er takmörkuð meðan beðið er sannprófunar á því hvort hagsmunir okkar gangi framar lögmætum hagsmunum þínum
Þú kannt að eiga rétt á að fá í hendur persónuupplýsingar sem þú hefur afhent okkur á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði. Þú átt rétt á að senda persónuupplýsingarnar til annars ábyrgðaraðila ef vinnslan byggist á samþykki, eða samningi og er sjálfvirk.
Þú kannt, vegna stöðu þinnar, að eiga rétt til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga sem grundvallast á lögmætum hagsmunum okkar. Þú kannt einkum að eiga rétt á að mótmæla því að persónuupplýsingar þínar séu sameinaðar innan Mars-fjölskyldunnar á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar. Við munum hætta vinnslu persónuupplýsinganna nema við höfum mikilvæga lögmæta hagsmuni fyrir vinnslunni sem ganga framar hagsmunum, réttindum og frelsi þínu, eða ef hún er nauðsynleg til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur. Ef persónuupplýsingar eru notaðar í beinum markaðslegum tilgangi, persónusnið þar með talið, getur þú andmælt hvenær sem er.
Sjálfvirkar ákvarðanatökur, þar með talin gerð persónusniða
Þú kannt að eiga rétt á að undirgangast ekki ákvarðanir sem eingöngu eru byggðar á sjálfvirkri ákvarðanatöku, þar með talið á grundvelli persónusniðs nema ákveðnar undanþágur séu í lögum á svæðinu.
Réttur til að afturkalla samþykki
Þar sem vinnsla persónuupplýsinga er háð samþykki þínu, getur þú átt rétt á að afturkalla samþykkið hvenær sem er án þess að það hafi áhrif á lögmæti vinnslu sem byggð var á samþykki, áður en afturköllun á sér stað.
Réttur til nafnleysis
Þú kannt einnig að eiga rétt á að fara fram á nafnleysi. Þetta þýðir að persónuupplýsingum þínum verður ekki safnað og ekki unnið úr þeim. Ef þú kýst að nýta þennan rétt, er hugsanlegt að við getum ekki veitt þér vörur eða þjónustu sem þú óskar eftir.
Réttur til að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsstofnun
Þú kannt að eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsstofnun.
Réttur til að afþakka sölu á persónuupplýsingum þínum
Rétturinn til að hafna (e. opt out) sölu á persónuupplýsingum til þriðja aðila (eða ef um er að ræða neytendur undir 16 ára aldri; rétturinn til að persónuupplýsingar þeirra verði ekki seldar án þeirra samþykkis eða samþykkis foreldra þeirra (e. opt-in)). Til að nýta þennan rétt geturðu sent inn beiðni með því að nota eyðublaðið hér að ofan og/eða „Ekki selja persónuupplýsingarnar mínar“ hlekkinn hér að ofan.
Réttur til engrar mismununar
Rétturinn til að verða ekki fyrir mismunun, fá sömu þjónustu og sama verð hjá fyrirtæki, jafnvel þótt þú hafir nýtt réttindi þín.
Upplýsingar um Shine the Light
Lög í Kaliforníu heimila íbúum í Kaliforníu að óska eftir tilteknum upplýsingum um miðlun okkar á persónuupplýsingum til þriðju aðila sem nýta þær í beinum markaðslegum tilgangi. Til að leggja fram slíka beiðni skaltu setja „Shine the Light“ í „Upplýsingar um beiðni“ hlutann í beiðni þinni á eyðublaðinu hér að ofan eða í efnislínuna, ef beiðni er send með tölvupósti .
Athugaðu að það eru takmarkanir á fjölda skipta sem þú getur nýtt sum þessara réttinda. Þú getur tilnefnt löggiltan umboðsaðila til að bera fram beiðnir fyrir þína hönd. Umboðsmaðurinn verður að leggja fram sönnun fyrir leyfi þínu. Við getum hafnað beiðni frá umboðsaðila sem leggur ekki fram sönnun fyrir því að hann hafi umboð frá þér til að koma fram fyrir þína hönd.
Við getum þurft að sannreyna beiðni þína áður en við afgreiðum hana. Við getum til dæmis beðið þig um að staðfesta upplýsingar sem við höfum nú þegar um þig. Við afgreiðslu á beiðnum, notum við eingöngu persónuupplýsingar sem við búum yfir til að staðfesta deili á þér eða umboðsaðilanum.
Fjárhagslegir hvatar
Við gætum boðið upp á ýmsa fjárhagslega hvata af og til. Skilmálar fjárhagslegs hvata verða veittir á þeim tíma sem þú skráir þig fyrir fjárhagslega hvatanum. Þú getur afturkallað hvaða fjárhagslega hvata sem er. Við útreikning á þessum tilboðum tökum við tillit til útgjalda sem tengjast tilboðinu og verðmæti gagna þinna.
Hvernig við bregðumst við fyrirmælum um að mæla ekki notkun (e. Do-Not-Track)
Við gerum okkar besta til að bregðast við vafrastillingum sem biðja um að við rekjum ekki persónuupplýsingar þínar, með fyrirvara um tæknilegar takmarkanir; hugsanlega getum við ekki orðið við öllum notendastillingum eða boðum.
Breytingar
Breytingar á þessari yfirlýsingu
Við notum persónuupplýsingar þínar eingöngu með þeim hætti sem lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu. Ef við ákveðum að nota persónuupplýsingar þínar með öðrum hætti en greint var frá þegar þeim var safnað, færðu tilkynningu þar að lútandi. Sé ósamræmi milli enskrar útgáfu persónuverndaryfirlýsingar okkar og þýðingar á henni, gildir enska útgáfan.